Garðheimar óska eftir starfsmanni á lager

Garðheimar óska eftir starfsmanni á lager

 

Garðheimar eru að leita að drífandi og duglegum lagerstarfsmanni til að slást í hópinn.

Um er að ræða framtíðarstarf með vinnutíma frá 8-16. Starfið felur í sér vörumóttöku, útsendingu, útkeyrslu og ýmislegt tilfallandi.

Viðkomandi þarf að vera með meirapróf og geta unnið sjálfstætt.

 

Umsóknarfrestur

28. október

Tekið við umsóknum á

kristinhg@gardheimar.isNánar >>

Hressir kynningaraðilar

Hressir kynningaraðilar

Mekka Wines & Spirits, einn stærsti áfengisheildsali landsins leitar að einstaklingum sem geta tekið að sér kynningar/sölu á vínum við hin ýmsu tækifæri.

Vinnutími er ekki fastur heldur breytilegur og mismikill. Aukavinna á kvöldin/næturnar sem hentar vel með skóla eða annari vinnu.

Lágmarksskylirði eru:

 • Ertu brosmild/ur
 • Ertu orðin/nn 20ára
 • Hefurðu góða þjónustulund
 • Ert lipur í mannlegum samskiptum
 • Hreint sakavottorð

Ef þú heldur að þú ert sá sem við erum að leita að máttu senda okkur umsókn á kynningar@mekka.is með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og mynd.

 

 

Umsóknarfrestur

5. nóvember

Tekið við umsóknum á

kynningar@mekka.isNánar >>

Barþjónar og Dyraverðir í hlutastarf

Barþjónar og Dyraverðir í hlutastarf

Bar 11 og Bar 7 óska eftir duglegu starfsfólki í hlutastarf. 

 

Bar 11 - Dyraverðir

Unnið er aðrahverja helgi (Föstudag og Laugardag) frá kl 21-05:30

Aldurstakmark 20 ára

Hreint sakavottorð skilyrði

 

Bar 11 - Barþjónar

Unnið er aðrahverja helgi (föstudag og laugardag) frá kl 21/00 - 05:30

Aldurstakmark 20 ára

Reynsla kostur en ekki skilyrði

 

Bar 7 - Barþjónar

Unnið er aðrahverja helgi (fös/laug/sun) frá kl 16-23

Aldurstakmark 20 ára

 

Umsóknarfrestur

9. nóvember

Tekið við umsóknum á

bar11letsrock@gmail.comNánar >>

Starfsfólk óskast

Starfsfólk óskast

Vegna nýrra verkefna óskar Okkar bakarí í Garðabæ eftir duglegum einstaklingum til að slást í hópinn. Í boði er fjölbreytt starf, en meðal verka eru samskipti við viðskiptavini, móttaka og tiltekt á sendingum, pökkun og uppröðun á vörum. Um er að ræða fullt starf með vinnutíma 7-15 alla virka daga annarsvegar og hutastarf um helgar hinsvegar.

Lágmarksaldur er 20 ára og gott vald á íslensku er skilyrði, en kostur ef viðkomandi hefur bíl til umráða og reynslu sem nýst gæti í starfi. 

Umsóknir berist á netfangið okkarbakari@okkarbakari.is

Umsóknarfrestur

1. nóvember

Tekið við umsóknum á

okkarbakari@okkarbakari.isNánar >>

RAFEINDAVIRKI

RAFEINDAVIRKI

Norðurál Grundartanga óskar að ráða rafeindavirkja í dagvinnu. Leitað er að metnaðarfullum og traustum einstaklingi sem hefur áhuga á margþættum og krefjandi verkefnum. Um framtíðarstarf er að ræða.

Verksvið og ábyrgð

 • Fyrirbyggjandi viðhald m.a. á fjarstýringum og mælitækjum
 • Umsjón með brunakerfi og myndavélakerfi.
 • Tæknilegur stuðningur og ráðgjöf um rafeindabúnað, hvort sem um er að ræða breytingar, viðgerðir eða nýsmíði

Hæfniskröfur

 • Sveinspróf/Meistarapróf í rafeindavirkjun og a.m.k. tveggja ára starfsreynsla frá sveinsprófi
 • Þekking á netkerfum og ljósleiðurum er kostur.
 • Reynsla af vinnu í iðnaðarumhverfi eða við sambærileg störf er æskileg
 • Metnaður, öguð vinnubrögð og rík ábyrgðarkennd

Nánar >>

Umsóknarfrestur

31. október

Tekið við umsóknum á

Sækja um >>Nánar >>

Cafe Bleu í kringlunn óskar eftir að ráða þjón

Cafe Bleu í kringlunn óskar eftir að ráða þjón

Veitingastaðurinn Café Bleu óskar eftir jákvæðum og duglegum einstaklingi til að starfa með okkur á krefjandi og skemmtilegum vinnustað.

Um er að ræða 80-100% starf í vaktavinnu, 2-2-3.

Vinnutími er frá 11:00-ca 20:00.

Starfið felur í sér

 • Þjónusta í sal
 • Kaffigerð á barnum

Starfskröfur

 • Reynsla úr veitingageiranum
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
 • Þjónustulund og góð mannleg samskipti

Einnig leitum við af þjóni í hlutastarf.  

Tekið er á móti umsóknum með ferilskrá á cafebleu@cafebleu.is

Umsóknarfrestur

15. nóvember

Tekið við umsóknum á

cafebleu@cafebleu.isNánar >>

Vaktstjóra í veitingasal

Vaktstjóra í veitingasal

Vaktstjóri óskast í veitingasal 

Unnið er á 2-2-3 vöktum frá kl 10.30 til 22 

Hæfniskröfur

 • Reglusemi, stundvísi og snyrtimennska
 • Reyklaus 
 • Aldurstakmark: 25 ára 
 • Íslenskukunnátta Skilyrði
 • Reynsla Skilyrði

Góð Laun fyrir Réttan Aðila 

Sendið ferilskrá með mynd á netfangið: daddidino@gmail.com eða mætið á Red Chili laugavegi 176  með ferilskrá milli 14 og 17 

Bestu Kveðjur

Davíð Guðmundsson

Framkvæmdastjóri 

Umsóknarfrestur

31. október

Tekið við umsóknum á

daddidino@gmail.comNánar >>

Starfsmaður í verslun

Verslun á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir samviskusömum starfsmanni í fullt starf.

Starfið felur í sér almenna afgreiðslu og að geta gripið inn í lagerstörf.

Fyrirtækið er með vörur tengdar sjávarútvegi, verktökum og bændum ofl.

 Hæfniskröfur

 • Tölvukunnátta
 • Kostur að hafa reynslu eða þekkingu á vélabúnaði
 • Enskukunnátta mikill kostur

Umsóknarfrestur

30. nóvember

Tekið við umsóknum á

atvinnau@gmail.comNánar >>

Fjarskipta og tölvuþjónusta

Okkur vantar aðstoðarmanneskju sem hefur áhuga á:

sölumennsku,interneti, fjarskiptum, tölvum, þjónustu og mannlegum samskiptum.

 • Þægilegt og ákveðið viðmót.
 • Reglusemi og stundvísi í fyrirrúmi.
 • Bílpróf og gott vald á íslensku og þokkalegt á ensku.

Ekki er krafist reynslu né menntunar á þessu sviði. Við erum ekki að leita að tæknimanni.

  Við munum kenna viðkomandi:

 • Að selja nettengingar og tengda þjónustu.
 • Að svara í síma og veita fyrstu hjálp í net og tölvumálum.
 • Að taka á móti tölvum og tækjum til viðgerðar.
 • Að skilja og stilla netbeina.
 • Að fara í hús með netbeina og tengja

Nú og svo flest annað sem fellur til við dagleg störf.

Vinnutími verður að jafnaði frá kl. 10 til 18 alla virka daga.

Nánar >>

Umsóknarfrestur

15. desember

Tekið við umsóknum á

atvinna@tsc.isNánar >>

Hlutastarf í Verslun RV-Tilvalin vinna með skóla

Hlutastarf í Verslun RV-Tilvalin vinna með skóla

Rekstrarvörur leitar eftir að ráða starfsmann í hlutastarf í  verslun sína að Réttarhálsi 2.  Hentar skólafólki sérstaklega vel.

Rekstrarvörur sérhæfa sig í sölu-og dreifingu á hreinlætivörum, hjúkrunar- og rekstrarvörum.

Í starfinu felst sala, afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini, áfyllingar á hillur og annað sem tilheyrir starfinu.

Verslunin er opin alla virka daga frá klukkan 8:00-18:00, Auk þess er verslunin opin á laugardögum kl 10:00-16:00.

Vinnutími er samkomulagsatriði með möguleika á áframhaldandi sumarstarfi.

 

Hæfniskröfur:

 • Áhugi
 • Stundvísi
 • Góð þjónustulund
 • Íslenskukunnátta
 • Reynsla af sölustörfum kostur
 • Reyklaus og hreint sakavottorð

Nánar >>

Tekið við umsóknum á

sigurlaug@rv.isNánar >>

VIÐGERÐIR, VIÐHALD & SAMSETNING Á GOKARTBÍLUM

VIÐGERÐIR, VIÐHALD & SAMSETNING Á GOKARTBÍLUM

Gokart brautin í Garðabæ leitar að öflugum liðsmanni í viðgerðir og samsetningu á gokartbílum.

Starfssvið
• Viðgerðir, viðhald & samsetning á gokartbílum.
• Smávægilegt viðhald á brautinni og aðstöðu.
• Önnur tilfallandi verkefni.

Hæfniskröfur
• Almenn þekking á léttum mótorum
• Reynsla af sambærilegum störfum er kostur.
• Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
• Snyrtimennska og stundvísi.
• Jákvæðni, frumkvæði og drifkraftur.

Umsóknir óskast sendar á netfangið johann@gokart.is merkt "verkstæði" ásamt ferilskrá, kynningarbréfi og mynd. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um.

Umsóknarfrestur

23. október

Tekið við umsóknum á

johann@gokart.isNánar >>

Verkefnisstjóri jarðhitaborana

Verkefnisstjóri jarðhitaborana

Orka náttúrunnar óskar eftir að ráða öflugan verkefnisstjóra til að stýra og hafa eftirlit með þeim jarðhitaborunum sem framundan eru á Hengilssvæðinu. Við leitum að sannkölluðum orkubolta: Reynslumikilli og jákvæðri manneskju til að takast á við fjölbreyttar og krefjandi áskoranir.

Starfssvið:
• Ábyrgð á undirbúningi og framkvæmd jarðhitaborana
• Sérfræðieftirlit á verkstað meðan á borun stendur
• Umsjón með öflun aðfanga til borunar á vinnslu- og niðurdælingarholum
• Eftirfylgd með öryggis- og umhverfiskröfum ON
• Aðkoma að framþróun verklags við verkefnisstjórnun og sérfræðieftirlit

Hæfniskröfur:
• Reynsla af jarðhitaborunum er nauðsynleg
• Reynsla af verkefnastjórnun æskileg
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum
• Yfirsýn og skipulagsfærni

Nánar >>

Umsóknarfrestur

28. október

Tekið við umsóknum á

Sækja um >>Nánar >>

Lagerstjóri

Lagerstjóri

Vegna aukinna umsvifa auglýsir Gluggasmiðjan eftir öflugum Lagerstjóra.

Gluggasmiðjan er framsækið framleiðslu og innflutningsfyrirtæki sem hefur starfað óslitið síðan 1947 og verið einn öflugasti framleiðandi glugga á Íslandi frá þeim tíma. Gluggasmiðjan framleiðir glugga og hurðir úr timbri, áli og álklædda timburglugga ásamt því að flytja inn plastglugga, gler, sturtugler og svalalokanir.

Helstu verkefni lagerstjóra

 • Dagleg umsjón með birgða­haldi og vöruflæði lagers.
 • Móttaka og afhending á vörum ásamt skráningu og tiltekt á vörum
 • Umsjón með umhirðu lager­svæðis.
 • Manna­forráð
 • Lagerstjóri mun eiga í nánum samskiptum við sölustjóra, innkaupastjóra og viðskiptavini Gluggasmiðjunar

 

Hæfniskröfur

Nánar >>

Umsóknarfrestur

1. nóvember

Tekið við umsóknum á

jonas@gluggasmidjan.isNánar >>

Ýmis fjölbreytt störf hjá Kaffi Torgi

Kaffi Torg og Heitur Matur í Hrísalundi - á Akureyri leitar að starfsfólki í ýmis störf.

 1) Starfsmaður á Kaffi Torg/Hrísalund/Matvælavinnslu 80-100 % - mismunandi vinnustöfðar - ýmis störf - afgreiðslu, uppbökkun, grill og fleira.


2) Almennur starfsmaður í matvælavinnslu - getur verið 50-100 % starf. Felur í sér að vinna við steikingu, frystingu, pökkun og slíkt.


3) 2*Starfsmaður í 30-40% vinnu - við uppbökkun og hádegisafgreiðslu.

Allar upplýsingar í síma 462 2200 / 6924466 og á kaffitorg@kaffitorg.is

www.kaffitorg.is

Stöðugildi

4

Starfshlutfall

30/40%  og 80-100%

Tekið við umsóknum á

kaffitorg@kaffitorg.isNánar >>
Atvinnuvaktin