Umsjónarmaður tækja í Smáratívolí

Við leitum eftir einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt og er áhugasamur um að takast á við nýja hluti, hugsar í lausnum og fellur vel inn í góðan hóp starfsmanna.

Starfslýsing:

 • Almennar viðgerðir tækja
 • Fyrirbyggjandi viðhald, rekstur og breytingar á tækjabúnaði fyrirtækisins
 • Uppsetning og breytingar á tækjabúnaði
 • Viðhald á húsnæði innandyra
 • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur:

 • Menntun/reynsla á sviði rafeindavirkjunar, rafvirkjunar, vélstjórnar eða sambærilegt er skilyrði
 • Reynsla af tölvuviðgerðum er kostur
 • Metnaður
 • Frumkvæði
 • Jákvæðni
 • Stundvísi
 • Heiðarleiki
 • Áhugi á tækjum og tölvuspilum

Umsókn með ferilskrá sendist á maria@smarativoli.is merkt Tæknimaður.

Nánar >>

Umsóknarfrestur

30. júní

Tekið við umsóknum á

maria@smarativoli.isNánar >>

Fulltrúi á Fjármálasviði

Airport Associates er sjálfstætt starfandi þjónustufyrirtæki með höfuðstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Reksturinn felur í sér alhliða þjónustu við flugfélög á Keflavíkurflugvelli allt frá hleðslu / affermingu farms, farþega innritun, hleðslu eftirlit, frakt og almenna þjónustu flugfélaga.

Airport Associates leitar eftir starfsmanni í fullt starf fulltrúa á fjármálasviði fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. Við leitum af jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi sem hefur opinn hug til að takast á við fjölbreytt verkefni á fjármálasviði.

Starfssvið:

 • Greiðsla reikninga
 • Uppgjörsvinna
 • Afstemmingar
 • Aðstoð við innkaup
 • Önnur tilfallandi skrifstofustörf

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg

Nánar >>

Umsóknarfrestur

15. júlí

Tekið við umsóknum á

Sækja um >>Nánar >>

Bókari

Bókari

Bókari óskast í fullt starf, þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Góð færni í Excel og góð kunnátta á DK bókhaldskerfið eru kostur en ekki skilyrði.

 

Umsóknarfrestur er til og með 31. júní.

Ferilskrá sendist á jobs@acehandling.org

Tekið við umsóknum á

jobs@acehandling.orgNánar >>

Tónskóli og grunnskóli á Djúpavogi auglýsa

Tónskólinn

Í tónskólann vantar okkur deildarstjóra í 100% starf, sem heyrir undir skólastjóra en sinnir daglegri skipulagningu, foreldrasamstarfi og almennu utanumhaldi.  Þá vantar einnig kennara við tónskólann í 50% starf. Möguleiki er að annar þessara starfsmanna sinni tónmenntakennslu við grunnskólann og sjái um samsöng (5-6 kst.)

Grunnskólinn

Í grunnskólann vantar umsjónarkennara í 3. bekk og umsjónarkennara í 5.-7. bekk. Einnig vantar okkur dönskukennara um 10 kst. á viku.

Kennarar og leiðbeinendur við grunn- og tónskólann vinna eftir kjarasamningi KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir veitir nánari upplýsingar á skolastjori@djupivogur.is  eða í síma 470-8713.

Nánar >>

Umsóknarfrestur

23. júní

Tekið við umsóknum á

skolastjori@djupivogur.isNánar >>

Sölumaður fyrir Rekstrarvörur

Sölumaður fyrir Rekstrarvörur

Sölumaður fyrir Rekstrarvörur

Rekstrarvörur óska eftir að ráða sölumann til starfa. Í boði er starf hjá rótgrónu og traustu fyrirtæki.

Starfið felur í sér heimsóknir og sölu á rekstrarvörum til fyrirtækja og stofnanna,  auk ráðgjafar í hreinlætismálum og  almennri þjónustu við viðskiptavini Starfsmaður  mun sinna  viðskiptavinum  RV á Höfuðborgarsvæðinu en einnig á  Norðurlandi og Vestfjörðum og því fylgja reglubundin ferðalög innanlands. Reynsla af vinnu við matvælaiðnað og/eða ferðþjónustu á landsbyggðinni er kostur.

Viðkomandi þarf að hafa áhuga á,mannlegum samskiptum og  vera með einhverja reynslu af sölustörfum, æskilegt er að viðkomandi sé handlaginn og treysti sér til að þjónusta og sinna minniháttar viðhaldi á þeim búnaði sem RV selur, t.d. skömmturum og fleira.

Nánar >>

Umsóknarfrestur

25. júní

Tekið við umsóknum á

sigurlaug@rv.isNánar >>

Umsjónarkennari

Umsjónarkennari

Grunnskóli Borgarfjarðar eystra auglýsir

Grunnskólinn á Borgarfirði eystra er heimilislegur samkennsluskóli sem rekinn er í samstarfi við leikskóla.Við erum Grænfánaskóli og leggjum áherslu á fjölbreytta kennsluhætti, umhverfisvitund og útikennslu ásamt rými fyrir skapandi starf. Einkenni skólans sem við hlúum sérstaklega að eru list- og verkgreinar, samþætting námsgreina, samvinna leik- og grunnskóla, sjálfbærni og góð tengsl við grenndarsamfélagið, sögu þess og menningu. Nánar um skólann og Borgarfjörð:

http://www.borgarfjordureystri.is/grunnskolinn
https://www.facebook.com/Grunnskoliborgarfjardar/

Við auglýsum eftir að ráða frá næsta skólaári 1. ágúst 2017:
Umsjónarkennara í fullt framtíðarstarf sem samsamar sig við áherslur skólans.

Nánar >>

Umsóknarfrestur

30. júníNánar >>

Byggingarverkfræðingur/tæknifræðingur

Byggingarverkfræðingur/tæknifræðingur

VEB Verkfræðistofa er lítið en öflugt fyrirtæki sem býr að 25 ára reynslu á sviði burðarþols og lagnahönnunar. Fyrirtækið þjónustar fjölbreyttan hóp viðskiptavina og framundan eru spennandi verkefni.

VEB óskar eftir að ráða sjálfstæðan einstakling með menntun á sviði burðarþols og/eða lagna.

VEB hefur í mörg ár notast við öflug reikni- og teikniforrit við hönnun þeirra verkefna sem unnin hafa verið og má þar nefna Dlubal burðarþolsforrit og Autocad/Revit/Magicad lagna og loftræsiforrit.

Upplýsingar um starfið gefur Erlendur Birgisson í síma 5643322 og í netfang veb@veb.is.

Umsóknarfrestur

26. júní

Tekið við umsóknum á

veb@veb.isNánar >>

Öryggisvörður - Verslunarþjónusta

Öryggisvörður - Verslunarþjónusta

 

Skilyrði:

 • Hreint sakavottorð
 • Íslenskukunnátta
 • 20 ára lágmarksaldur 
 • Góð þjónustulund  

Umsókn með mynd og ferilskrá sendist á 115@115.is

Nánari upplýsingar um starfið eru veittar í síma 5 115 115 www.115.is

 

Umsóknarfrestur

10. júlí

Tekið við umsóknum á

115@115.isNánar >>

Starfsmaður í verslun

Verslun á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir samviskusömum starfsmanni í framtíðarstarf.

Starfið felur í sér almenna afgreiðslu og að geta gripið inn í lagerstörf.

Fyrirtækið er með vörur tengdar sjávarútvegi, verktökum og bændum ofl.

 Hæfniskröfur

 • Tölvukunnátta
 • Kostur að hafa reynslu eða þekkingu á vélabúnaði
 • Enskukunnátta mikill kostur

 

Umsóknarfrestur

1. júlí

Tekið við umsóknum á

atvinna83@gmail.comNánar >>

Aðjúnkt í viðskiptafræði

Aðjúnkt í viðskiptafræði

Viðskiptadeild HR auglýsir eftir akademískum starfsmanni í fullt kennslustarf. Leitað er eftir aðila með staðgóða þekkingu í viðskiptafræði, alþjóðaviðskiptum, markaðsfræði og verkefnastjórnun. Starfið felur í sér kennslu á völdum grunnnámskeiðum við deildina, þ.m.t. Alþjóðaviðskipti og Verkefnastjórnun. Ráðið verður í stöðu aðjúnkts.

Starfssvið

 • Kennsla í grunnnámi.
 • Leiðsögn nemenda.
 • Þátttaka í stjórnsýslu deildarinnar.

 

Hæfniskröfur

 • Meistara- eða doktorspróf í viðskiptafræði, alþjóðaviðskiptum, markaðsfræði eða tengdum greinum.
 • Reynsla af kennslu í grunnnámi á háskólastigi.
 • Brennandi áhugi á kennslu, auk metnaðar fyrir símenntun og góðum kennsluháttum.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

Nánar >>

Tekið við umsóknum á

Sækja um >>Nánar >>

Matreiðslumaður / grillari

Matreiðslumaður / grillari

Veitingastaðurinn Café Bleu í kringlunni óskar eftir að ráða duglegan og jákvæðan einstakling með reynslu af eldhúsvinnu til að starfa með okkur á krefjandi og skemmtilegum vinnustað.


Starfið felur í sér eldamennsku á grilli og almenn matreiðslustörf.
Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á matargerð og geta unnið undir álagi.

Um er að ræða 85-100% starf í vaktavinnu, 2-2-3 vaktir.
Vinnutími er frá 10.00-20.00ca.

Tekið er á móti umsóknum með ferilskrá á eilind@simnet.is

Umsóknarfrestur

27. júní

Tekið við umsóknum á

eilind@simnet.isNánar >>

Bakari

Bakari

Ert þú sá sem við leitum að?

Við hjá Sveinsbakarí vantar bakara til starfa helst ekki seinna en 1. ágúst.

Vinnutími er frá kl 4 eða 5 á nóttinni í c.a 8 tíma og þriðju hvoru helgi.

Endilega hafið samband við Hilmir í síma 663-0015 eða líka sent email á sveinsbakari@sveinsbakari.is og hilmirtrainer@gmail.com 

Umsóknarfrestur

31. ágúst

Tekið við umsóknum á

sveinsbakari@sveinsbakari.is eða hilmirtrainer@gmail.comNánar >>
Atvinnuvaktin