Aðjúnkt í tölvunarfræði

Aðjúnkt í tölvunarfræði

Tölvunarfræðideild HR auglýsir eftir einstaklingi í stöðu aðjúnkts á sviði vef- og viðmótsþróunar í fullt starf en framúrskarandi umsækjendur á öllum sviðum tölvunarfræði eru hvattir til að sækja um.

Starfssvið

 • Kennsla í grunnnámi í tölvunarfræði.
 • Leiðsögn nemenda.
 • Þátttaka í stjórnsýslu deildarinnar.

Hæfniskröfur

 • MSc-próf í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða tengdum greinum.
 • Reynsla af kennslu æskileg og metnaður í kennslu á háskólastigi skilyrði.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

Tölvunarfræðideild HR býður upp á nám á grunn- og framhaldsnámsstigi í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði og tölvunarstærðfræði. Deildin er sú stærsta sinnar tegundar á Íslandi og stunda samtals yfir 800 nemendur nám við deildina.

Nánar >>

Umsóknarfrestur

30. október

Tekið við umsóknum á

Sækja um >>Nánar >>

Sérfræðingur í upplýsingaöflun og greiningum

Sérfræðingur í upplýsingaöflun og greiningum

Samorka óskar eftir að ráða drífandi einstakling sem býr yfir miklu frumkvæði, skipulögðum vinnubrögðum og getu til að sinna mikilvægum og spennandi verkefnum á sviði greininga.

Um er að ræða skemmtilegt starf fyrir einstakling sem hefur áhuga og getu til að safna saman og greina hagtölur og ýmsar áhugaverðar upplýsingar sem varðar orku- og veitustarfsemi á Íslandi og í nágrannalöndum okkar, og koma því til skila á mannamáli.

Samorka eru samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi.  Aðildarfélög Samorku eru um 50 talsins og með starfsemi um allt land. 

Hlutverk samtakanna er að starfrækja trúverðugan, fræðandi og jákvæðan vettvang um starfsemi orku- og veitufyrirtækja og styrkja þannig stöðu þeirra og rekstur.

Samtökin eru aðilar að Samtökum atvinnulífsins og eru staðsett í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35. 

Nánar >>

Umsóknarfrestur

24. október

Tekið við umsóknum á

Sækja um >>Nánar >>

Starfsfólk óskast

Starfsfólk óskast

 Afgreiðsla og eldhús

 • Við leitum að einstaklingum í 40% starf.
 • Umsækjandi þarf að vera 18 ára til 28 ára.
 • Góð íslenskunnátta.
 • Vinnutími er frá 17:00 til 22:00 í Laugaveg 103.

Afgreiðsla og eldhús

 • Við leitum að einstaklingum í 50% starf.
 • Umsækjandi þarf að vera 18 ára til 28 ára.
 • Góð íslenskunnátta.
 • Vinnutími er frá 16:00 til 21:00 í Bæjarhraun 4.

Umsóknarfrestur

30. nóvember

Tekið við umsóknum á

charin_79@hotmail.comNánar >>

Doktorsnemi í sálfræði við sálfræðisvið HR

Doktorsnemi í sálfræði við sálfræðisvið HR

Staða doktorsnema í sálfræði við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík, við verkefnið "Aðstoð við ákvarðanatöku um meðferðarleið við staðbundnu blöðruhálskirtilskrabbameini", er laus til umsóknar.

Meðferðarleiðir við staðbundnu blöðruhálskirtilskrabbameini hafa mismunandi aukaverkanir. Engin ein meðferð er talin best og getur val á meðferð því valdið karlmönnum streitu og vanlíðan og leitt til ákvörðunar sem ekki er nægjanlega ígrunduð. Markmið rannsóknarinnar er að þróa og prófa gagnvirkt ákvörðunartæki sem veitir upplýsingar og aðstoð við þessa erfiðu ákvörðun sem karlmenn standa frammi fyrir eftir að hafa greinst með staðbundið blöðruhálskirtilskrabbamein. Samkvæmt aðaltilgátu rannsóknarinnar þá munu þátttakendur í meðferðarhópi (í samanburði við viðmiðunarhóp) eiga auðveldara með að taka ákvörðun um meðferðarleið, vera sáttari við þá ákvörðun sem þeir tóku og upplifa minni streitu og kvíða og minna þunglyndi.

Nánar >>

Umsóknarfrestur

1. desember

Tekið við umsóknum á

Sækja um >>Nánar >>

Sérfræðingur í tekjustýringu

Sérfræðingur í tekjustýringu

Við leitum að manneskju í spennandi og krefjandi starf í tekjustýringarteymi Íslandshótela sem ber ábyrgð á online verðstýringu fyrir Grand Hótel, Hótel Reykjavík Centrum og öll Fosshótel. 

Viðkomandi heyrir undir tekjustjóra en vinnur jafnframt náið með framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs. Um er að ræða tímabundið starf í eitt ár vegna afleysinga í fæðingarorlofi. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Greina verðsamkeppnina á netinu og framfylgja tekjustýringarstefnu með það að markmiði að hámarka tekjur      
 • Eftirlit með bókunum á okkar hótelum sem og lykildagsetningum langt fram í tímann
 • Starfa náið með öllum okkar hótelum til að framfylgja stefnumótun á sem bestan hátt
 • Skýrslugerð og greining til að upplýsa og bæta ákvörðunartöku

Nánar >>

Umsóknarfrestur

31. október

Tekið við umsóknum á

asmundur@islandshotel.isNánar >>

Sölufulltrúi

Sölufulltrúi

 

 

 

Framleiðsla

RJC Framleiðsla leitar eftir duglegum og skemmtilegum starfskrafti í sölustarf á drykkjarvörum og áfyllingar í verslanir.

Umsækjandi þarf að vera: 

* stundvís og reglusamur

* 18 ára eða eldri með ökuréttindi

* með góða framkomu og íslensku kunnáttu

Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst

Allar umsóknir sendist ásamt ferilskrá og mynd fyrir 20.október n.k. á netfangið rjc@rjc.is 

Umsóknarfrestur

20. október

Tekið við umsóknum á

rjc@rjc.isNánar >>

Sérfræðingur - hefur þú áhuga á stjórnkerfum?

Sérfræðingur - hefur þú áhuga á stjórnkerfum?

Okkur vantar sérfræðing á sviði stjórnkerfa á lifandi og kraftmiklum vinnustað

Sérfræðingar í stjórnstöð mynda teymi sem gegnir lykilhlutverki í rekstri og þróun stjórnkerfa. Meðal helstu verkefna er umsjón með rekstri og forritun stýrivéla og skjákerfa, samskipti við ráðgjafa og verktaka ásamt þátttöku í stefnumótun og hönnun. Starfið er fjölbreytt og krefjandi og byggir á samvinnu við önnur teymi.

Metnaður, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð eru eiginleikar sem reynir á í þessu starfi. Ef þú býrð yfir slíkri færni, ert með próf í verk-, tæknifræði eða sambærilegu og hefur reynslu af forritun stjórnkerfa, viljum við heyra í þér.

Við tökum á móti umsóknum á www.veitur.is þar sem nánari upplýsingar um starfið er að finna. Frekari aðstoð veitir Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir mannauðsráðgjafi í netfanginu starf@veitur.is.

Nánar >>

Umsóknarfrestur

24. október

Tekið við umsóknum á

Sækja um >>Nánar >>

Lagermaður Rúmfatalagernum Smáratorgi

Lagermaður Rúmfatalagernum Smáratorgi

Óskum eftir að ráða góðan lagerstarfsmann í fullt starf í verslun Rúmfatalagersins Smáratorgi. Vinnutíminn er 11-19 virka daga, 10-19 annan hvern laugardag og 12-18 annan hvern sunnudag. Góð laun fyrir duglegan starfskraft.

 

Umsóknarfrestur

20. október

Tekið við umsóknum á

ivar@rfl.isNánar >>

Dyraverðir óskast

Dyraverðir óskast

Bar 11 óskar eftir dyravörðum í hlutastarf

 

 

Dyraverðir:

 • Hreint sakavottorð skilyrði
 • 20 ára aldurstakmark
 • Unnið er aðrahverja helgi Föstudag (21-05) - Laugardag (21-05). Eða eftir samkomulagi

Verður að geta hafið störf sem fyrst

Frekari upplýsingar og umsóknir berist á bar11letsrock@gmail.com

Umsóknarfrestur

31. október

Tekið við umsóknum á

bar11letsrock@gmail.comNánar >>

Arcanum Ferðaþjónusta ehf. óskar eftir að ráða glaðlegan og úrræðagóðan starfsmann í móttöku ferðamanna, sölu og afgreiðslu pantana, léttra þrifa og annað tilfallandi. 

Viðkomandi verður að tala íslensku, vera vel talandi á ensku og búa yfir góðri samskiptahæfni. Reynsla af sambærilegu starfi er mikill kostur.

Starfsstöð Ytri Sólheimar 1, starfsmannaaðstaða á staðnum.

 

Umsóknarfrestur

31. október

Tekið við umsóknum á

tomas@arcanum.isNánar >>

Persónulegur aðstoðarmaður óskast/Personal assistant is needed

 

(English below)

Starfslýsing

Ég óska eftir persónulegum aðstoðarmanni sem hefur áhuga á að aðstoða mig við athafnir daglegs lífs. Unnið er eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. Ég er hreyfihamlaður og notast við rafknúinn hjólastól. Ég er búsettur í Reykjavík.

Í boði er herbergi til afnota leigulaust.

Hæfniskröfur

Persónulegur aðstoðarmaður þarf að vera:

Traustur, viðsýnn, heiðarlegur, reglusamur, sveigjanlegur í starfi, stundvís, hæfur í mannlegum samskiptum og hafa þjónustulund.

Ekki er gerð krafa um að umsækjendur hafi reynslu af því að vinna með fötluðu fólki. Æskilegt er að umsækjendur hafi annaðhvort góða íslenskukunnáttu eða góða enskukunnáttu. Það er skilyrði að vera með hreint sakavottorð.

Nánar >>

Umsóknarfrestur

23. október

Tekið við umsóknum á

eie1@hi.isNánar >>
Atvinnuvaktin