Booztbarinn leitar eftir starfsfólki

Booztbarinn leitar eftir starfsfólki

Booztbarinn leitar eftir brosmildu og skemmtilegu starfsfólki bæði í hlutastarf og fullt starf. Um er að ræða vaktavinnu en Booztbarinn er opinn frá 07.00-20.00 á virkum dögum og frá 10-18 um helgar. 

Við leitum eftir duglegu og stundvísu starfsfólki í lið með okkur sem hefur áhuga á hollu matarræði og heilsu. 

Umsóknir sendast á booztbarinn@booztbarinn.is 

Umsóknarfrestur

15. ágúst

Tekið við umsóknum á

booztbarinn@booztbarinn.isNánar >>

Bar 11 - hlutastörf

Bar 11 - hlutastörf

Bar 11 leitar að starfsfólki í hlutastarf

Dyraverðir

 • Aldurstakmark 20 ára
 • Hreint sakavottorð 
 • Vinnutími önnurhver helgi fimmtud (21-01), föstud og laugard.(21-05)
 • Æskilegt að geta byrjað sem fyrst

Barþjónar

 • Aldurstakmark 20 ára
 • Vinnutími önnurhver helgi fimmtud (21-01), föstud og laugard.(21-05)
 • Æskilegt að geta byrjað sem fyrst

 

Umsóknir berist á bar11letsrock@gmail.com

Umsóknarfrestur

31. júlí

Tekið við umsóknum á

bar11letsrock@gmail.comNánar >>

Aðstoðarmanneskja óskast í eldhús frá kl 8:00-16:00

Aðstoðarmanneskja óskast í eldhús frá kl 8:00-16:00

Okkur á Krúsku vantar vana manneskju til að aðstoða í eldhúsi

Um er að ræða dagvinnu frá klukkan 8:00-16:00

Krúska er veitingastaður sem einblínir á heilsu og hollistu.

við bjóðum upp á allar tegundir af mat þá mat fyrir kjöt og grænmetisætur og líka vegan.

Það er mikilvægt að umsækjandi hafi áhuga á hollistu, sé hörku duglegur sjálfstæður í vinnubrögðum góður í félagslegum samskiptum og tali eða skilji smá íslensku  :)

Einnig er möguleiki á yfirvinnu ef fólk hefur áhuga :)

Ef þú hefur áhuga þá endilega sendu mér línu á gudrun@kruska.is

Tekið við umsóknum á

gudrun@kruska.isNánar >>

Afgreiðslustarf kvöld og helgarvinna

Afgreiðslustarf kvöld og helgarvinna

Okkur á krúsku vantar duglegan og skemmtilegan einstakling í afgreiðslu og eldhússtörf.

Um er að ræða kvöld og helgarvinnu þá 2-3 virk kvöld í viku frá klukkan 16:00-22:00 og svo vinnu um helgar þá dag og kvöldvaktir :)

Krúska er veitingastaður sem einblínir á heilsu og hollistu.

við bjóðum upp á allar tegundir af mat þá mat fyrir kjöt og grænmetisætur og líka vegan.

Það er mikilvægt að umsækjandi hafi áhuga á hollistu, sé hörku duglegur sjálfstæður í vinnubrögðum góður í félagslegum samskiptum tali íslensku og sé kattþrifinn :)

Þessi vinna hentar vel með skóla eða sem aukavinna :)

Við bjóðum góð laun fyrir réttan einstakling :)

Ef þú hefur áhuga þá endilega sendu mér línu á gudrun@kruska.is 

Umsóknarfrestur

31. ágúst

Tekið við umsóknum á

gudrun@kruska.isNánar >>

Starf í mötuneyti á höfuðborgarsvæðinu

Okkur vantar duglegt og hresst fólk til að starfa í mötuneyti í RVK :)

Starfsmaðurinn þarf að geta hafið störf strax :)

Eingöngu fólk sem talar góða íslensku kemur til greina :)

Vinnutími er frá 7-15 alla virka daga

Starfið er bæði afgreiðslustarf og hjálp í eldhúsi 

Laun eru eftir taxta Eflingar

Áhugasamir sendið ferilskrá á netfangið gudrun@kruska.is

Tekið við umsóknum á

gudrun@kruska.isNánar >>

Yfirmaður tæknideildar Stykkishólmsbæjar

Yfirmaður tæknideildar Stykkishólmsbæjar

Stykkishólmsbær auglýsir lausa til umsóknar stöðu yfirmanns tæknideildar Stykkishólmsbæjar sem jafnframt er   byggingar- og skipulagsfulltrúi. Undir tæknideild fellur rekstur áhaldahúss, rekstur fasteigna Stykkishólmsbæjar og mannvirkja Stykkishólmshafnar. Um er að ræða mjög spennandi starf í áhugaverðu samfélagi. Leitað er eftir öflugum og metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn að þróa starfið á traustum grunni..  Byggingarfulltrúi ber m.a. ábyrgð á skráningu mannvirkja, úttektum, staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku, skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa. Ráðið verður í starfið frá og með 1.september n.k. eða eftir nánara samkomulagi Um er að ræða 100% starf og er umsóknarfrestur til og með 31. júlí nk.

Samkvæmt auglýsingunni er starfssvið byggingarfulltrúa eftirfarandi:

Nánar >>

Umsóknarfrestur

31. júlí

Tekið við umsóknum á

sturla@stykkisholmur.isNánar >>

Bakari og aðstoðarmaður

Bakari og aðstoðarmaður

Ert þú sá sem við leitum að?

Við hjá Sveinsbakarí vantar bakara til starfa sem fyrst, sem vinnur frá kl 5 til 13 og þriðja hvoru helgi. Einnig leitum við af duglegum aðstoðarmanni sem mætir kl 4 eða 5 og vinnur 8 tíma og frí um helgar. 

Endilega hafið samband við Hilmir í síma 663-0015 eða líka sent email á sveinsbakari@sveinsbakari.is og hilmirtrainer@gmail.com 

Umsóknarfrestur

31. ágúst

Tekið við umsóknum á

sveinsbakari@sveinsbakari.is eða hilmirtrainer@gmail.comNánar >>

Leikskólakennari, önnur menntun eða reynsla

Leikskólakennari, önnur menntun eða reynsla

Leikskólakennari/leiðbeinandi óskast til starfa í leikskólann Sjáland í Garðabæ. Við leitum að leikskólakennurum, starfsfólki með aðra uppeldismenntun eða starfsfólki með reynslu af starfi með börnum.


Leikskólinn Sjáland er sjálfstætt starfandi leikskóli sem vinnur eftir Fjölvísistefnunni. Skólinn er staðsettur við ströndina í Sjálandshverfinu í Garðabæ í nýlegu og rúmgóðu húsnæði. Við leggjum áherslu á einstaklingsmiðað nám með því að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir.


Við leitum að fólki sem sýnir sjálfstæði, frumkvæði og jákvæðni í starfi og metum mikils áhuga og metnað starfsmanna okkar.

Umsóknarfrestur

8. ágúst

Tekið við umsóknum á

ingibjorg@sjaland.isNánar >>

Aðstoð í eldhúsi og matreiðslunemar

Aðstoð í eldhúsi og matreiðslunemar

Við á Mat og drykk sérhæfum okkur í klassískri íslenskri matargerð með nútímalegu ívafi. Við leggjum mikið uppúr því að leita uppi gamlar íslenskar uppskriftir í bókum og handritum sem við notum á nýstárlegan hátt. Allt á matseðlinum okkar er búið til á staðnum úr fyrsta flokks hráefni.

Starfsfólk í eldhús óskast

Við leitum eftir metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingum með reynslu til að koma til liðs við okkur. Um fullt starf er að ræða.

Matreiðslunemar óskast

Við leitum að nemum með metnað fyrir hönd íslenskrar matargerðar. Vinnan er mjög krefjandi og þarf viðkomandi að vera tilbúinn að gefa sig allann í námið.

Umsóknir ásamt ferilskrá og mynd sendist á info@maturogdrykkur.is

Nánar >>

Tekið við umsóknum á

info@maturogdrykkur.isNánar >>

Mystery shoppers wanted

Earn money by testing the service quality of major car brands!

We are looking for mystery shoppers all over Iceland to conduct mystery calls. We are a market research company located in Germany specializing in Mystery Shopping.

Please, if you are interested click on the link www.concertare.de/tester to go directly to our mystery shopping software platform and register as a Mystery Shopper. Registration is free and easy.

Requirements:

 • At least 18 years of age
 • Excellent observation skills
 • Dependability
 • Language skills: English

Looking forward to welcoming you as a new tester!

 

Umsóknarfrestur

28. júlí

Tekið við umsóknum á

Sækja um >>Nánar >>
Atvinnuvaktin