Þjónustufulltrúar óskast - Akureyri

Þjónustufulltrúar óskast - Akureyri

Pósturinn leitar að kraftmiklum og jákvæðum einstaklingum til starfa sem þjónustufulltrúar hjá Þjónustuveri Póstsins.

Hlutverk þjónustufulltrúa er að taka á móti símtölum og sinna netsamtali Póstsins. Þjónustufulltrúi veitir almennar upplýsingar, ráðgjöf og meðhöndlar ábendingar frá viðskiptavinum.

Vinnutíminn er frá klukkan 9 til 17 alla virka daga.

Hæfniskröfur:

  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Öguð og skipulögð vinnubrögð.
  • Rík þjónustulund og frumkvæði.
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar. 
  • Sjálfstæð vinnubrögð og hæfni til hópavinnu.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.

Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar 2018 og miðað er við að umsækjandi sé 25 ára eða eldri.

Nánar >>

Umsóknarfrestur

25. febrúar

Tekið við umsóknum á

Sækja um >>Nánar >>
Atvinnuvaktin