Bílstjóri óskast á Akureyri

Bílstjóri óskast á Akureyri

Pósturinn leitar að kraftmiklum og ábyrgðarfullum starfsmanni í útkeyrslu.

Um er að ræða tímabundið starf í desember við útkeyrslu á sendingum til einstaklinga á Akureyri.

Möguleiki er á áframhaldandi vinnu eftir að desember 2017 lýkur.

Óskað er eftir jákvæðum einstaklingi með ríka þjónustulund, góða samskiptafærni og íslenskukunnáttu.

Vinnutíminn er að jafnaði frá 17 til 22 öll virk kvöld en aukavaktir geta komið upp þegar nær líður jólum.   

Nánari upplýsingar veitir: Reynir Stefánsson í síma 580-1162 eða í netfangi reynirst@postur.is

Umsóknarfrestur er opinn þar sem mikilvægt er að einstaklingur geti hafið störf sem fyrst.

Íslandspóstur er með Gullmerki jafnlaunaúttektar PwC og hvetur jafnt konur sem karla til sækja um starfið.

Nánar >>

Umsóknarfrestur

5. desember

Tekið við umsóknum á

Sækja um >>Nánar >>

Starfsmaður í verslun.

Toys"R"Us Akureyri vantar starfsmann í verslun sína á Glerártorgi Akureyri. Starfið er almennt verslunarstarf sem felur í sér vinnu við afgreiðslu, áfyllingu og tiltekt. Við leitum að barngóðu...
Atvinnuvaktin