Leikskólakennari, önnur menntun eða reynsla

Leikskólakennari, önnur menntun eða reynsla

Leikskólakennari/leiðbeinandi óskast til starfa í leikskólann Sjáland í Garðabæ. Við leitum að leikskólakennurum, starfsfólki með aðra uppeldismenntun eða starfsfólki með reynslu af starfi með börnum.


Leikskólinn Sjáland er sjálfstætt starfandi leikskóli sem vinnur eftir Fjölvísistefnunni. Skólinn er staðsettur við ströndina í Sjálandshverfinu í Garðabæ í nýlegu og rúmgóðu húsnæði. Við leggjum áherslu á einstaklingsmiðað nám með því að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir.


Við leitum að fólki sem sýnir sjálfstæði, frumkvæði og jákvæðni í starfi og metum mikils áhuga og metnað starfsmanna okkar.

Umsóknarfrestur

26. september

Tekið við umsóknum á

ingibjorg@sjaland.isNánar >>

Laus staða leikskólakennara í leikskólanum Kópasteini.

Laus staða leikskólakennara í leikskólanum Kópasteini.

Laus staða leikskólakennara í leikskólanum Kópasteini.

Leikskólinn Kópasteinn er 4 deilda skóli,  með 73 börn á aldrinum eins árs til fimm ára.

Við störfum samkvæmt aðalnámskrá leikskóla, með áherslu á lífsleikni/samskipti, tónlist, skapandi starf, útiveru, upplifun og gleði.  Kjörorð skólans eru „gaman saman“.

Kópasteinn er þátttakandi í vináttuverkefni Barnaheilla.  Kópasteinn er umhverfisvænn skóli.

Við skólann starfar reynslu mikill hópur kennara og starfsmanna sem leggur áherslu á að gera góðan skóla betri, alla daga.  Kópasteinn, hóf starfsemi 1964, er því elsti leikskóli Kópavogs.  Skólinn er staðsettur í Borgarholtinu, við Hábraut 5., stutt í allar helstu menningarstofnanir bæjarins.

Heimasíða: http://kopasteinn.kopavogur.is

Nánar >>

Umsóknarfrestur

30. september

Tekið við umsóknum á

Sækja um >>Nánar >>

Átt þú heima í Austurkórsliðinu ? Ertu alls konar ?

Átt þú heima í Austurkórsliðinu ?  Ertu alls konar ?

Okkur finnst fjársjóður liggja í fjölbreytileikanum og í Austurkór er starfsfólk með alls konar menntun, reynslu og áhugasvið.

Nú þurfum við fleiri liðsmenn í okkar faglega, metnaðarfulla og samheldna starfsmannahóp. Hinar ýmsu kennara- og stjórnunarstöður eru í boði: deildarstjórastaða, aðstoðarleikskólastjóra, leikskólasérkennarastaða, leikskólakennarastöður. 

Einnig óskum við eftir starfskröftum þroskaþjálfa og/eða iðjuþjálfa.

Hornsteinar skólastarfsins í Austurkór eru: útinám, námslotur byggðar á gildum skólans og lýðræðisleg vinnubrögð.  Gildi skólans eru: Samvinna, Lýðræði, Atorka og einkunnarorð skólans eru: „Austurkór...þar sem ævintýrin gerast“

 

 

 

Umsóknarfrestur

25. september

Tekið við umsóknum á

Sækja um >>Nánar >>

Leikskólinn Núpur óskar eftir starfsmanni í skilastöðu

Leikskólinn Núpur óskar eftir starfsmanni í skilastöðu

Leikskólinn Núpur óskar eftir starfsmanni í skilastöðu

Leikskólinn Núpur er 5 deilda leikskóli sem staðsettur er í Núpalind 3.Einkunnarorð Núps eru sjálfstæði og sköpun í samvinnu og gleði. Við leggjum áherslu á Fjölgreindir í leikskólastarfi og að hin siðferðislegu gildi samfélagsins endurspeglist í öllu leikskólastarfinu s.s. virðing fyrir einstaklingnum, samábyrgð, umhyggja, sáttfýsi og tjáningarfrelsi allra.

Fjölgreindir í leikskólastarfi hjálpa okkur að sjá hvernig hvert barn lærir best og hvað við getum gert til að auðvelda því að nýta allar greindir til náms. Í leikskólanum eru börn með mismunandi atgervi og frá ólíkum menningarheimum. Hvert barn fær viðfangsefni við sitt hæfi. Upplýsingar um leikskólann má finna á

Nánar >>

Umsóknarfrestur

24. september

Tekið við umsóknum á

Sækja um >>Nánar >>
Atvinnuvaktin