Forseti tækni- og verkfræðideildar

Forseti tækni- og verkfræðideildar

Háskólinn í Reykjavík leitar að metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu öflugrar tækni- og verkfræðideildar. Deildarforseti ber ábyrgð á rekstri deildarinnar og leiðir akademískt starf hennar. Deildarforseti heyrir undir rektor og situr í framkvæmdastjórn Háskólans í Reykjavík.

Leitað er að einstaklingi með:

  • Hæfni til að vinna að stefnumótun og uppbyggingu liðsheildar.
  • Doktorspróf á sviði verkfræði eða skyldra greina.
  • Reynslu af kennslu og rannsóknum á háskólastigi.
  • Reynslu af stjórnun, rekstri og mannaforráðum.
  • Hagnýta reynslu úr atvinnulífi eða af samstarfi við atvinnulífið.
  • Reynslu af alþjóðlegum vettvangi.

Innan tækni- og verkfræðideildar er fengist við kennslu og rannsóknir í verkfræði, tæknifræði, iðnfræði, íþróttafræði, byggingafræði og orkuverkfræði undir Iceland School of Energy (ISE) sem tilheyrir tækni- og verkfræðideild . Boðið er upp á nám á BSc-, MSc- og PhD-stigi. Um 1200 nemendur stunda nám við deildina og eru fastir starfsmenn um 50 talsins. Tækni- og verkfræðideild er aðili að alþjóðlegu samstarfsneti um þróun tæknináms sem kallast CDIO (e. Conceive, Design, Implement, Operate).

Nánar >>

Umsóknarfrestur

15. október

Tekið við umsóknum á

Sækja um >>Nánar >>

Þjónustustjóri

Þjónustustjóri

Brennur þú fyrir nýjustu tækni og þjónustu?

Ljósleiðarinn er nútímalegur vinnustaður þar sem fagmennska og góður starfsandi er í fyrirrúmi.  

Við leitumst við að vera í fremstu röð hvað varðar jafnrétti, öryggi, vinnuumhverfi og möguleikum til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð.  Ljósleiðarinn býður upp á frábær verkfæri fyrir starfsmenn eins og háþróuð kerfi, snjalltæki, öpp og sjálfsafgreiðslu.

Sem þjónustustjóri yrðir þú hluti af teymi sem ber ábyrgð á tæknilegri þjónustu við viðskiptavini Ljósleiðarans.  Þú myndir leiða og styðja við teymið, þróa þjónustuferla, veita tæknilega aðstoð og eiga samskipti við viðskiptavini og samstarfsaðila Ljósleiðarans.

Ef þú hefur ástríðu fyrir tækni, leysir mál og og gengur í verkin

Nánar >>

Umsóknarfrestur

2. október

Tekið við umsóknum á

Sækja um >>Nánar >>

Átt þú heima í Austurkórsliðinu ? Ertu alls konar ?

Átt þú heima í Austurkórsliðinu ?  Ertu alls konar ?

Okkur finnst fjársjóður liggja í fjölbreytileikanum og í Austurkór er starfsfólk með alls konar menntun, reynslu og áhugasvið.

Nú þurfum við fleiri liðsmenn í okkar faglega, metnaðarfulla og samheldna starfsmannahóp. Hinar ýmsu kennara- og stjórnunarstöður eru í boði: deildarstjórastaða, aðstoðarleikskólastjóra, leikskólasérkennarastaða, leikskólakennarastöður. 

Einnig óskum við eftir starfskröftum þroskaþjálfa og/eða iðjuþjálfa.

Hornsteinar skólastarfsins í Austurkór eru: útinám, námslotur byggðar á gildum skólans og lýðræðisleg vinnubrögð.  Gildi skólans eru: Samvinna, Lýðræði, Atorka og einkunnarorð skólans eru: „Austurkór...þar sem ævintýrin gerast“

 

 

 

Umsóknarfrestur

25. september

Tekið við umsóknum á

Sækja um >>Nánar >>
Atvinnuvaktin