Afgreiðslustarf vefnaðarvörudeild
Ertu efnamanneskja og hefur áhuga á saumaskap ?
Föndra leitar að starfskrafti í vefnaðarvörudeild, sem er þjónustulipur,
jákvæður og hefur gaman af því að umgangast fólk.
Um framtíðarstarf er að ræða og kostur ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.
Vinnutími er virka daga frá kl 11-17
og 2. hvern laugardag kl 11-15.
(lokað á laugardögum á sumrin 1.júní – 1.sept )
Umsóknir sendist á bjorg@fondra.is fyrir 22.apríl nk.
Öllum umsóknum verður svarað.
Föndra, Dalvegi 18, 201 Kópavogur