Hótel Keflavík - Gestamóttaka

Hótel Keflavík - Gestamóttaka

Hótel Keflavík & Diamond Suites óskar eftir að ráða ábyrgan og metnaðarfullan starfsmann á næturvaktir í gestamóttöku.

Um er að ræða fullt starf á vöktum með fyrirkomulaginu 2-2-3

Helstu verkefni eru meðal annars eftirfarandi:

  • Þjónusta við gesti almennt
  • Símsvörun og svörun fyrirspurna í tölvupósti
  • Móttaka greiðslna og reikningagerð
  • Inn- og útritun gesta
  • Sala ferða og upplýsingagjöf

Hæfniskröfur:

  • Stundvísi og reglusemi
  • Hæfni til að vinna undir álagi
  • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Kunnátta í ensku og íslensku og önnur tungumál kostur
  • Góð almenn tölvukunnátta og reynsla af sambærilegum störfum kostur

Þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Nánar >>

Umsóknarfrestur

19. október

Tekið við umsóknum á

office@kef.isNánar >>