Kennari / leiðbeinandi við Reykjaskóla

50 - 100% starf við Skólabúðirnar Reykjaskóla (samkomulagsatriði). Hæfniskröfur eru haldgóð menntun, reynsla af því að starfa með börnum og unglingum og góð meðmæli. Krefjandi og gefandi starf í jákvæðu og uppbyggilegu umhverfi þar sem jákvæðni og bjartsýni ræður ríkjum. Húsnæði til staðar fyrir viðkomandi (sanngjörn húsaleiga). Aldrei unnið um helgar og góð frí um jól og páska. Upplýsingar um starfið veitir Karl Birgir Örvarsson í síma 699-2270 / karl@skolabudir.is Umsóknarfrestur er til og með 19/10/18.

Umsóknarfrestur

24. október

Tekið við umsóknum á

karl@skolabudir.isNánar >>

Akademísk staða í mannauðsstjórnun

Akademísk staða í mannauðsstjórnun

Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík (HR) auglýsir eftir akademískum starfsmanni í mannauðsstjórnun. Leitað er eftir einstaklingi með staðgóða þekkingu á sviði mannauðsstjórnunar, vinnusálfræði eða tengdum greinum. Ráðið verður í stöðu lektors, dósents eða prófessors og verður starfsheitið ákvarðað út frá formlegu hæfnismati.

STARFSSVIÐ:

  • Rannsóknir á sviði mannauðsstjórnunar, vinnusálfræði eða tengdum greinum.
  • Kennsla í grunn- og framhaldsnámi í námskeiðum á borð við Mannauðsstjórnun, Frammistöðustjórnun, Breytingastjórnun og Stjórnun starfsþróunar.
  • Leiðsögn nemenda í grunn- og framhaldsnámi.
  • Þátttaka í stjórnsýslu deildarinnar þar með talið þróun námsframboðs hennar.

HÆFNISKRÖFUR:

  • Doktorspróf í mannauðsstjórnun, vinnusálfræði eða tengdum greinum.

Nánar >>

Umsóknarfrestur

1. nóvember

Tekið við umsóknum á

Sækja um >>Nánar >>